Úrvalsvísitalan lækkaði um hálft prósent í 2,5 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Tíu félög aðalmarkaðarins voru rauð og átta græn í viðskiptum dagsins.

Mesta veltan, eða um hálfur milljarður króna, var með hlutabréf Arion banka sem lækkuðu um 4,6%. Lækkunina á hlutabréfaverði Arion má rekja til þess að í dag er arðleysisdagur hjá bankanum sem ákvað að geriða út arð sem nemur 8,5 krónum á hlut vegna rekstrarársins 2022.

Ölgerðin hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 3,5% í 130 milljóna veltu. Gengi félagsins stendur nú í 10,0 krónum á hlut. Ölgerðin tilkynnti í gær að EBITDA-hagnaður félagsins hafi numið 4,56 milljörðum króna á nýliðnu fjárhagsári, samkvæmt drögum að uppgjöri. Afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir 4,1-4,4 milljarða EBITDA-hagnaði.