Ölgerðin hefur sagt sig úr Samtökum iðnaðarins vegna óánægju með stefnu samtakanna að því er haft eftir Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóri Ölgerðarinnar, í Morgunblaðinu í dag.

„Mér fannst við einfaldlega ekki vera að fá þá þjónustu sem við þurfum. Miðað við peningana sem við erum að borga þarna inn er of lítil áhersla á þeim málum sem við þurfum aðstoð við,“ er haft eftir Andra í Morgunblaðinu.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið en sagði um 1.400 félagsmenn væru í SI og alltaf væri einhver hreyfing á þeim hópi.