Afkoma Ölgerðarinnar var jákvæð um 578 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 44% milli ára. Rekstrarhagnaður félagsins nam 1,3 milljörðum sem er 13% hækkun frá árinu áður.

Vörusala nam 26 milljörðum króna og jókst um ríflega milljarð. Heildareignir voru 20 milljarðar króna í lok árs. Skuldir voru tæplega 15 milljarðar og eigið fé 5,4 milljarðar.

Ársverk félagsins voru 367 á liðnu ári en 424 árið áður.