Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur kært tvo einstaklinga til lögreglu vegna gruns um fjársvik.

Annars vegar er um að ræða vörumerkjastjóra hjá Ölgerðinni og starfsmann hjá auglýsingastofu. Báðar hafa þeir verið teknir til yfirheyrslu.

Að mati Ölgerðarinnar hafa verið gefnir út tilhæfulausir reikningar á félagið. Vörumerkjastjóranum hefur verið sagt upp störfum.

Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar hefur í samtölum við fjölmiðla í dag ekki viljað gefa upp hversu háar fjárhæðir er um að ræða. Af svörum hans er þó ljóst að kært er vegna einhverra milljóna króna.