Hluthafar Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hafa tekið ákvörðun um að skrá félagið í Kaupöll Íslands. DV greinir frá þessu í morgun.

Framtakssjóðurinn Auður 1 á 62% hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Þorgerður ehf sem á 45% hlut í Ölgerðinni. Eignahluti framtakssjóðsins er því um 28% en framtakssjóðurinn ætlar við skráningu Ölgerðarinnar á markað að selja allan sinn hlut í félaginu.

Ölgerðin er einn stærsti  gos- og áfengisframleiðandi á Íslandi, ásamt Vífilfelli. Ölgerðin er einnig ein stærsta heildsala landsins með matvæli og ýmsa sérvöru.