Óli Jón Jónsson var á dögunum ráðinn verkefnastjóri fag- og kynningarmála hjá Bandalagi háskólamanna (BHM).

Óli er fæddur árið 1969 og lauk bakkalárprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og síðar meistaraprófi í Evrópufræðum frá háskólanum í Lundi, Svíþjóð, árið 1998.

Undanfarin sjö ár hefur Óli verið upplýsinga- og alþjóðafulltrúi Ríkisendurskoðunar en var áður m.a. sérfræðingur hjá þeirri stofnun, ráðgjafi hjá KOM almannatengslum ehf. og blaðamaður á Morgunblaðinu.

Sem verkefnastjóri fag- og kynningarmála mun Óli m.a. hafa umsjón með vefsíðu og samskiptamiðlum BHM, annast samskipti við fjölmiðla og skipulagningu viðburða. Óli tekur við starfinu af Ásu Sigríði Þórisdóttur sem ráðin hefur verið framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar.