Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í dag og er tunnan komin í 72,20 bandaríkja dollara, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

?Hækkanir síðastliðinna daga eru sagðar stafa af deilum um kjarnorkumál Írana," segir greiningardeildin og bætir við:

?Óttast er að vesturlönd muni beita Íran refsiaðgerðum ef viðræður um kjarnorkumálin halda áfram að bera lítinn sem engan árangur. Þar sem Íran er fjórði stærsti olíuframleiðandi í heiminum gætu slíkar refsiaðgerðir dregið verulega úr framboði af olíu á heimsmarkaði."

Það var árið 1980 sem verð á olíutunnu náði sögulegu hámarki, eða 80 bandaríkja dollara á verðlagi dagsins í dag.

Eins og fyrr segir stendur tunnan í 72,20 bandaríkja dollurum og greiningardeild Landsbankans segir sérfræðinga á vegum fréttaveitu Reuters telja ekki ólíklegt að verðið hækki enn meira á meðan óvissa ríkir um kjarnorkumál Írana.