Monte Toledo olíuflutningaskipið var í gær fyrsta skipið til að flytja olíu frá Íran til Evrópu eftir að efnahagsþvingunum á landinu var aflétt um miðjan janúar. Skipið er nú að afferma í olíuhreinsunarstöð stutt frá Gíbaltar, en stöðin gerir ráð fyrir átta skipum frá Íran í mánuðnum.

Ali Tayebnia, efnahags- og fjármálaráðherra Íran hefur sagt að útflutningur Íran á olíu muni fljótt nálgast tvær milljónir tunna á dag, en ríkið hefur aukið mikið við framleiðsluna eftir að efnahagsþvingununum var aflétt.

Verð á Brent hráolíu hefur hækkað um 1,11% þar sem af er degi og er nú 39,13 dalir á tunnuna.