Markaðsverð á olíu nálgast nú 100 dollara á tunnu vegna ástands í Egyptalandi, og ótta við að átökin breiðist út til annarra Mið-Austurlanda.

Á vef Reuters er haft eftir sérfræðingi hjá ANZ banka að Egyptaland skipti minna máli en t.d. Saudi-Arabía fyrir alþjóðlegt efnahagslíf. Berist hinsvegar átökin til annarra ríkja sé voðinn vís og muni valda uppnámi í olíuviðskiptum. Vægi Egyptalands er þó töluvert þar sem mikið af olíuflutningum fara í gegnum Súez skurðinn.

Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu töluvert í morgun og er rakin til átakanna í Egyptalandi, sem ekki sér fyrir endann á.