Það verður ekki annað sagt en að þróun á heimsmarkaðsverði á olíu fái blóðið til að renna hraðar.

Eins og fram kemur í umfjöllun dagblaðsins The Internatonal Herald Tribune þá standa stefnusmiðir og embættismenn nánast ráðþrota frammi fyrir verðþróuninni og óvissan um horfurnar skapa bæði heimilum og fyrirtækjum enn frekari vanda við ákvörðunartöku.

Sem kunnugt er þá náði heimsmarkaðsverð á olíu hæstu hæðum síðasta sumar. Þá fór verðið á olíufatinu í 145 Bandaríkjadali.

Samhliða því að óveðursský tóku að hrannast upp yfir hagkerfum heims tók verðið að hrynja og náði 33 dölum síðastliðinn desember. En frá og með áramótum hefur heimsmarkaðsverðið tekið að hækka á ný og er nú rétt ríflega 70 dalir á fatið.

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag.