Olíuverð hefur hækkað í morgun og er olíutunnan aftur komin yfir 124 Bandaríkjadali.

Olíuverð hefur ekki verið lægra í 7 vikur en það var við lokun markaða á föstudag. Lækkunin var til komin vegna þess að búist er við minnkandi eftirspurn eftir eldsneyti á næstunni, og segja greiningaraðilar að væntingar um minnkandi eftirspurn haldi áfram að hafa áhrif á markaðinn þrátt fyrir hækkun í morgun, samkvæmt frétt Reuters.

Auk þess að eftirspurn minnkar mun framboð frá OPEC ríkjunum aukast, að því er talið er, um 200.000 tunnur á dag í júlí samanborið við júní.