Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmörkuðum og hækkaði fatið á Norðursjávarolíu um 1,24 Bandaríkjadali eða í 65,84 dali. Hækkunin er rakin til ástandsins í Persaflóa en óttast er að Íranar kunni að draga úr útflutningi vegna deilunnar um kjarnorkuáform klerkastjórnarinnar.