Verð á hráolíu hefur hækkað í dag í kjölfar fundar OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um helgina en samkvæmt frétt á BBC ákváðu ríkin að auka ekki framleiðslu sína.

Verð á hráolíu hefur hækkaði um 1,15 dali í dag og er rétt tæpir 95 Bandaríkjadalir fyrir tunnuna.

Næsti fundur OPEC verður haldinn í desember.