Hækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu það sem af er mánuði hafa aðeins gengið til baka það sem af er degi. Vekur það vonir um að ekki þurfi að grípa til hækkana hérlendis eins og stefnt hefur í.

Hefur verð hjá Brent í London á olíu til afgreiðslu í júní lækkað um 2,53% í morgun og stóð fyrir nokkrum mínútum í 56,67 dollurum tunnan.

Á NYMEX hrávörumarkaði í New York var svipaða sögu að segja. Þar var júní verðið fyrir stundu skráð á 47,07 dollara tunnan og hafði þá lækkað það sem af er degi um 2,66%.