Brent hráolía og West Texas hráolía hafa hækkað umtalsvert í verði á síðustu misserum. Nú kostar tunna af Brent hráolíu rúmlega 49 Bandaríkjadali meðan tunna af West Texas kostar tæpa 48 Bandaríkjadali.

Á síðustu fimm árum hefur verðið lægst verið tæplega 28 Bandaríkjadalir, en það var snemma þessa árs, nánar tiltekið í janúar, sem þeim lægstu lægðum var náð.

Miðað við heimsmarkaðsverð Brent-hráolíu árið 2014, sem var þá um 114 Bandaríkjadalir á tunnuna, þá hefur verðið síðan þá lækkað um tæp 43%. Þetta hefur haft gífurleg áhrif á efnahag ófárra þjóða.

Sem dæmi má nefna Noreg og Venesúela, en auk þess hefur vöxtur í Sádí-Arabíu hægt á sér svo að greiningarskrifstofur Moody’s ákváðu að lækka mat sitt á lánshæfi Sádí-Arabíska konungsríkisins.