Sökum hækkunar Bandaríkjadals hefur olíuverð lækkað síðustu daga. BBC greinir frá því að minna er keypt af hráolíu en síðustu tvær vikur hafa fjárfesta keypt mikið af hráolíu til að tryggja fjármagn sitt í Bandaríkjadölum.

Í byrjun síðustu viku fór verð á olíu hátt undir 111 Bandaríkjadali en er nú 100,29 dalir á mörkuðum í New York.

Þá hefur verð á gulli einnig lækkað og kostar únsan nú 930 Bandaríkjadali en var í síðustu viku 1.033 dalir.

Gengi evru gagnvar dollar hefur lækkað á mörkuðum í dag. Í morgun kostaði dollarinn 1,55 evrur en var í síðustu viku 1,56 evrur.

BBC hefur eftir viðmælenda sínum að lækki stýrivextir frekar í Bandaríkjunum kunni það að hafa þau áhrif að dollarinn lækki aftur og í kjölfarið muni verð á hráolíu og gulli hækka aftur.