Stærsta olíufélag Evrópu, Shell, hagnaðist um nærri 7,3 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Framleiðsla félagsins jókst um 1,4% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2011 og nam framleiðslan um 3,55 milljónum olíutunna á dag.

Hagnaður félagsins jókst einnig. Það skýrist meðal annars af hækkandi olíuverði. Verð á tunnu var á fyrsta ársfjórðungi í ár að meðaltali um 118,6 dollarar en var 105,43 dollarar á sama tíma í fyrra.