„Eins og staðan er núna munum við brenna olíu í vetur í stað þess að kaupa rafmagn,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, í samtali við Morgunblaðið.

Þar kemur fram að útlit sé fyrir að fiskimjölsverksmiðjur landsins muni brenna svartolíu á komandi loðnuvertíð í stað þess að kaupa rafmang. Þetta sé vegna þess að Landsvirkjun hafi tilkynnt verðhækkun á ótryggðu rafmagni auk þess sem verð á olíu hafi lækkað verulega.

Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda hefur óskað eftir fundi með Landsvirkjun í þessari viku til þess að fá skýringar á verðhækkuninni.