Það sem af er degi hefur olíuverð í framvirkum samningum á heimsmarkaði enn lækkað frá því sem var fyrir helgi. Hjá NYMEX í New York er olíuverðið nú (kl. 16:48) skráð á 59,11 dollara tunnan og 60,02 dollara hjá Brent í London.   Opnunarverð í New York í morgun var 59,86 dollarar á tunnu, en innan dagsins hefur verðið farið lægst í 58,32 dollara á tunnu. Hjá Brent í London var opnunarverðið 60.59 dollarar, en hefur farið lægst í daga í 59,49 dollara á tunnu. Í öllum tilvikum er verið að tala um verð á olíu til afgreiðslu í ágúst.