Olíuverð hefur haldið áfram að lækka í dag. Verð á Brent Norðursjávarolíu fór um tíma niður fyrir 50 dali í morgun en er í kringum 50,37 dali með afhendingu í febrúar.

Verð á Norðursjávarolíu var 115 dalir í júní 2014. Verðið hefur því lækkað um 56,5% á rúmu hálfu ári.

Búast við meiri birgðum

Snarpar lækkanir í gær og dag skýrast meðal annars af spám um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um 700 þúsund tunnur milli mánaða. Bandarísk yfirvöld munu tilkynna um birgðirnar síðar í dag.