Verð á olíu hefur fari yfir 60 dollara markið í tvo daga í röð á markaði í New York að því er fram kemur í frétt á vef Bloomberg. Verð á hráolíu á markaði í London í morgun var 59 dollarar á tunnu. Mikil eftirspurn er nú eftir olíu á heimsmarkaði og setur það enn aukna pressu á olíuframleiðendur og olíuhreinsunarstöðvar sem keyra á útopnu en hafa varla undan.

Heimsbyggðin horfir upp á það að það er hvergi slaki á keðjunni um þessar mundir," segir Paul Horsnell, yfirmaður markaðsrannsókna á olíu hjá Barclays Capital í London. Hann segir ástandið afleiðingu af áratuga vanfjárfestingu í þessari grein. Hann telur jafnframt að verðið muni þurfa að haldast svona hátt í nokkra mánuði samfellt til þessa að það fari að slá á eftirspurnina.

Olíuríki í samtökum OPEC og aðrir stærstu framleiðendur í Rússlandi, Mexíkó og Noregi dæla nú upp eins mikilli olíu og þeir geta til að mæta aukinni eftirspurn í Bandaríkjunum og Kína. Olíuhreinsunarstöðvar rembast við að mæta eftirspurn eftir húshitunarolíu sem er nú í hámarki með eftirspurnarkúf sem er í 86,4 milljónum tunna á dag.