Hráolíuverð náði fimm mánaða lágmarki sínu í dag í kjölfar þess að olíumálaráðherrar  Sádi-Arabíu og Venesúela gáfu í skyn að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) myndi halda framleiðslu sinni óbreyttri um hríð. Bloomberg segir frá þessu í dag.

„Markaðurinn er í góðu jafnvægi,“ segir Ali al-Naimi olíumálaráðherra Sáda. Þverrandi máttur fellibylsins Ike er einnig talinn áhrifavaldur lækkandi olíuverðs í dag.

Flestir sérfræðingar sem Bloomberg hefur ráðfært sig við eru sammála um að OPEC muni halda framleiðslunni óbreyttri.

Framvirkir samningar með olíu afhenta í október féllu í verði um 2,2% og kostar tunnan nú 103,97 dollara.