Olíuverð lækkaði síðla dags þegar spurðist út að Amr Moussa framkvæmdastjóri Arababandalagsins væri að velta fyrir sér friðaráætlun í Líbýu. Hugmynd áætlunarinnar kemur frá Hugo Chavez forseta Venesúela.  Þetta kemur fram á vef BBC

Verð á Brent olíu með afhendingu í apríl lækkaði um 1,56 dali í 114,79.  Markaðsaðilar eru ekki sérlega bjartsýnir á að þetta muni koma í veg fyrir frekari hækkanir. Cartsen Fritsch sem starfar í greiningardeild Commerzbank sagði í dag að verðið muni líklega hækka aftur.

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði í dag að efnaðri þjóðir heims gætu minnkað varabirgðir sínar af olíu ef ástandið í Mið-Austurlöndum myndi valda enn meiri verðhækkunum á olíu.