Verð á hráolíu af Brentsvæðinu í Norðursjó hefur lækkað lítillega það sem af er degi í viðskiptum í Asíu. Skömmu fyrir klukkan 7 í morgun kostaði tunnan 114,46 dali, sem er lækkun um 0,5% frá lokagildi föstudags. Sömu sögu er að segja af verði á olíu af svæðinu í kringum Mexíkóflóa sem nú er komið niður fyrir 100 dali á ný.

Tunnan kostar nú 99,8 dali og hefur verðið lækkað um 0,79% í dag. Ekki er búist við miklum sveiflum á markaði í dag enda eru kauphallir vestanhafs jafnan lokaðar á síðasta mánudegi maímánaðar en þá helda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day.