Olíuverð lækkaði í dag í fyrsta skipti í fimm mánuði niður fyrir 100 dollara, en forsvarsmenn Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) ræddu í dag hvort nauðsynlegt væri að koma á verðgólfi fyrir framleiðsluna með því að draga úr framleiðsluna. Fjárfestar hafa túlkað þessi orð þannig að framleiðendur búist við verðlækkunum í framtíðinni.

Framvirkir samningar með olíu til afhendingar í október á ICE-afleiðumarkaðnum í London fór á tímabili í 99.50 dollara. Væntingar standa til þess að engar róttækar aðgerðir muni standa til framleiðsluminnkunar.

Olíuverð náði hámarki sínu þann 11. júlí síðastliðinn þegar tunnan kostaði 147 dollara. Verðið hefur hins vegar gefið eftir vegna minnkandi eftirspurnar í kjölfar efnahagssamdráttar á heimsvísu.

Fundur olíuframleiðenda sem nú fer fram í Vín hefur einkennst af átökum þeirra sem vilja hámarka tekjur með skertara framboði, og þeim sem óttast að frekar muni draga úr eftirspurn muni verð hækka mikið meira.

Forseti OPEC, Chakid Khelill, hefur gefið til kynna í viðtölum að framleiðsla muni líklegast haldast óbreytt. Opinber heildarframleiðsla OPEC er í dag 27,25m milljónir tunna. Þó er talið að allt að ein milljón tunna sé framleidd til viðbótar við það, fyrst og fremst í Sádi-Arabíu.