Það hefur verið góður gangur á íslenskum hlutabréfamarkaði á fyrstu fjórum viðskiptadögum ársins og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 5% á tímabilinu. Er það mesta hækkunina, það sem af er ári af þeim tíu vísitölum sem greiningardeild Kaupþings skoðaði til samanburðar.

"Aðeins tvær af vísitölunum tíu sem við skoðuðum hækkuðu í fyrstu viku ársins. Það voru ameríska Nasdaq vísitalan og danska OMXC20 vísitalan en aðrar vísitölur stóðu í stað eða lækkuðu. Mest lækkaði norska OBX vísitalan í vikunni, eða um 2,9%, en þar á eftir lækkaði finnska OMXH vísitalan um 2,3%,? segir greiningardeildin.

Úrvalsvísitalan hækkaðu í dag um 0,69% var 6.773 stig við lok markaðar, og hefur því hækkað um 5,7% frá áramótum.