Icelandair er eitt af tólf dótturfyrirtækjum Icelandair Group og segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group að öll fyrirtækin séu nú að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi flug- og ferðaþjónustu hvert með sínum hætti.

„Önnur flugfélög innan samstæðunnar, svo sem Flugfélag Íslands, Blubird Cargo, Latcharter í Lettlandi og Tavel Service í Tékklandi, eru ólík og sum eru ekki háð þróun eldsneytisverðs með sama hætti og Icelandair. En önnur fyrirtæki innan Icelandair Group, eins og IGS á Keflavíkurflugvelli finna fyrir þessum breytingum og þar fækkar fólki í haust umfram venjulega árstíðabreytingu um 75 stöðugildi,“ segir Björgólfur í tilkynningu frá félaginu þar sem tilkynnt var um aðgerðir Icelandair ti að hagræða í rekstri sínum.

Hann segir öll fyrirtækin innan Icelandair Group, sem samtals hafa um 3500 starfsmenn um allan heim, leggja áherslu á kostnaðaraðhald og sveigjanleika við núverandi aðstæður.