Edda Rós Karlsdóttir hefur ekki trú á því að fasteignaverð lækki um 30% að nafnvirði eins og kemur fram í nýrri spá Seðlabankans. Hún sagði í Silfri Egils Ríkissjónvarpsins að innviði íslensks efnahagslíf væru ennþá sterk, og að málið snerist einfaldlega um hvort fólk hefði efni á því að borga af eignum sínum.

Ólíklegt væri þó að fasteignamyndi hrynja með þeim hætti sem Seðlabankinn spáir. Hún benti á að fasteignaverð hefði lækkað víða erlendis að undanförnu, en þó væri ástandið alvarlegra hér því verðbólgan er það há að minna megi út af bregða. Jafnframt sagði hún að vaxtastig hér á landi héldist óbreytt þótt erlendir bankar kæmu hér til lands, þar sem þeir myndu lána á íslenskum vöxtum þrátt fyrir að útlánavextir þeirra séu hærri í öðrum löndum sem þeir starfa.