Ólíklegt er, til skamms tíma litið, að innistæðueigendur Kaupthing Singer and Friedlander á Mön fái kröfur sínar greiddar frá Kaupþingi.

Þetta segir Tony Brown, forseti heimastjórnar Mön í samtali við Manxradio á Mön eftir ferð sína til Íslands en samkvæmt Manxradio var hann staddur hér á landi nýlega og átti þá viðræður við skilanefnd Kaupþings.

Hann segist gera sér grein fyrir stöðu (gamla) Kaupþings og sjái ekki fram á endurgreiðslu innistæðureikninga í náinni framtíð.

Með honum í för voru fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra Mön.