Ólíklegt þykir að áform um 40% kynjakvóta í stjórnum skráðra fyrirtækja innan Evrópusambandsins nái fram að ganga. Að minnsta kosti ellefu af 27 fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) eru mótfallnir tillögum þessa efnis og munu kjósa gegn setningu kvótans.

Financial Times greinir frá í dag en málið verður tekið fyrir á morgun. Afar skiptar skoðanir eru um málið en deilt er um lagatækni, orðalag tillögunnar auk þess sem hugmyndafræðin þykir umdeild.

Fram kemur í umfjöllun FT að meðal þeirra sem leggjast gegn kvótanum eru fimm konur sem sitja í framkvæmdastjórn ESB. Þeir sem styðja tillöguna eru flestir karlmenn, þar á meðal Olli Rehn, Michel Barnier og Antonio Tajani.