Það stenst illa skoðun að lífeyrissjóðirnir muni flytja verulega fjármuni úr landi með tilheyrandi eignaverðshruni hér við losun gjaldeyrishafta. Þetta er mat Greiningar Íslandsbanka. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna Í Morgunkorni deildarinnar segir að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna sé um 22% sem er álíka hátt og sumarið 2005.

Greiningardeildin segir hlutfallið ekki sérstaklega lágt í sögulegu tilliti og því kæmi verulegur söluþrýstingur af hálfu lífeyrissjóðanna þeim sjálfum verst.

Í Morgunkorninu segir:

„Þar fyrir utan munu sjóðirnir ekki flytja fjármuni úr landi við hvaða gengi sem er, enda getur raunávöxtun af erlendum eignum orðið þeim mun rýrari ef þær hafa verið keyptar á umtalsvert lægra raungengi krónu en gildir þegar kemur að innlausn. Líklegra er því að lífeyrissjóðir muni ráðstafa hluta innflæðis umfram lífeyrisgreiðslur til fjárfestinga utan landsteinanna þegar kemur að því að höftin verða rýmkuð, en hrófla síður við innlendu eignasafni sínu í þessu skyni.“