Ólíklegt er talið að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði náist fyrir áramót, segir í Morgunblaðinu í dag. Blaðið segir að verkalýðsforingjar telji að Samtök atvinnulífsins verði að leggja meira fram til aði koma hreyfingu á samningaviðræður um nýjan kjarasamning.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aftur á móti að samtökin vilji ekki gera samning sem komi verðbólgunni á skrið á nýjan leik. Upp úr viðræðum fjögurra landssambanda ASÍ við SA slitnaði síðdegis í gær. SA lögðu fram tillögu um sérstaka hækkun lægstu launa, eins og ASÍ hefur farið fram á. Verkalýðshreyfingin taldi aftur á móti að það væri gert á kostnað almennra launahækkana.