Donald Trump mun ekki fylgja eftir ummælum sínum um að skila sérstakan saksóknara til þess að rannsaka tölvupóstamál Hillary Clinton. Þetta segir Kellanne Conway, einn af æðstu ráðgjöfum Trump, í viðtali við MSNBC sjónvarpsstöðina.

Að sögn Conway, þá telur Trump að Clinton hafi gengið í gegnum nóg og að hún gæti þar af leiðandi einbeitt sér að því að jafna sig eftir tapið. „Ég held að Hillary Clinton þurfi enn að átta sig á því að meirihluti Ameríkana treysta henni ekki, en ef að Donald Trump getur aðstoðað hana við það að jafna sig, þá er það kannski jákvætt,“ er haft eftir henni.

Ef satt reynist þá er þetta mikil breyting frá kosningabaráttunni, þar sem að stuðningsmenn Trump hrópuðu: „Læsið hana inni,“ og vísuðu þá til tölvupóstamáls Clinton. Eins og áður hefur verið greint frá fann FBI ekkert saknæmt í tölvupóstum Clinton.