Samkvæmt tollalögum mega ferðamenn, sem búsettir eru á Íslandi, hafa meðferðis tollfrjálsan varning sem fenginn er í ferðinni eða í tollfrjálsri verslun hér á landi fyrir allt að 88.000 krónur miðað við smásöluverð á innkaupstað. Þetta á ekki við um ferðamenn, búsetta erlendis, sem koma til landsins en talið er að þeir fari með farangurinnaftur úr landi.

Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir það þó hafa komið fyrir að ferðamenn, búsettir erlendis, komi með nýjan varning sem skilja á eftir eða selja í landinu og þá hafi þeir greitt full gjöld af því. Hann telur þó slíkan gjörning ekki vandamál hérlendis. „Ég held það séu 99,9% ferðamanna sem taka farangurinn með sér til baka. Þú skilur ekki myndavélina þína eða tölvuna eftir þegar þú ert á ferðalögum erlendis,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .