*

laugardagur, 6. júní 2020
Erlent 8. janúar 2020 08:27

Ólíkt gengi breskra lúxusbílaframleiðenda

Á meðan rekstur Aston Martin hefur reynst þungur undanfarið gengur Rolls-Royce allt í haginn.

Ritstjórn
James Bond ekur iðulega um á Aston Martin glæsikerrum.
Aðsend mynd

Breski lúxusbílaframleiðandinn Aston Martin hefur gefið út afkomuviðvörun vegna slæmrar afkomu á síðasta ári en afkoman var að sögn forsvarsmanna félagsins mikil vonbrigði. Hlutabréfaverð bílaframleiðandans féll um 16% í kjölfar þessara fregna, en Aston Martin segir útlit fyrir að tekjur félagsins árið 2019 hafi dregist saman um helming frá fyrra ári. BBC greinir frá þessu.

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Aston Martin þá gekk einum af þeirra helstu samkeppnisaðilum, Rolls-Royce, allt í haginn á nýliðnu ári, en félagið seldi 5.100 bifreiðar árið 2019 og hefur aldrei selt svo margar bifreiðar á einu ári. 

Stikkorð: Aston Martin Rolls-Royce