Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingum og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, er á meðal þeirra sem sótti um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins (RÚV). Netmiðillinn Eyjan hefur eftir Ólínu að hún sæki um í trausti þess að ráðið verði í stöðuna á faglegum forsendum.

Aðrir umsækjendur um stöðuna eru Borgarleikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson og Stefán Jón Hafstein. Eyjan segir þau Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi þingmann og forstöðumann mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, og Magnús Ragnarsson, aðstoðarmann Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, jafnframt hafa verið orðuð við umsókn um stöðuna.

Frestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra rann út í gær og verður tilkynnt nú síðdegis hverjir sóttu um stöðuna.