Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður hefur verið kjörin formaður þingmannanefndar Hoyvíkursamningsins.  Brandur Sandoy þingmaður á færeyska Lögþinginu var kjörinn varaformaður nefndarinnar.

Til þingnefndar Hoyvíkusamningsins var stofnað árið 2011.  Alþingi Íslands og Lögþing Færeyja tilnefna hvort um sig 6 þingmenn til nefndarinnar.  Langsþing Grænlands (Inatsisartut) tilnefnir 6 þingmenn sem njóta stöðu áheyrnafulltrúa í nefndinni með málfrelsi.

Þingmannanefnd Hoyvíkursamningsins er ætlað að fylgjast með þróun og framkvæmd samningsins og setja fram tillögur um breytingar á honum eða umbætur ef ástæða þykir til. Ísland og Færeyjar samþykktu Hoyvíkuramninginn árið 2006.  Samningurinn tryggir að samkvæmt meginreglu sé frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki á milli landanna. Auk þess tryggir samningurinn ýmis konar samstarf landanna, svo sem á sviði menntunar, rannsókna og menningar.