*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 29. apríl 2019 17:55

Olís kaupir Mjöll Frigg

Búið er að ganga frá kaupsamningi um kaup Olís á Mjöll Frigg ehf. af Ölgerðinni og stjórnendum félagsins.

Ritstjórn
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
Eva Björk Ægisdóttir

Búið er að ganga frá kaupsamningi um kaup Olís á öllu hlutafé Mjöll Frigg ehf. Seljendur eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. og stjórnendur Mjallar Friggjar. Kaupsamningur er gerður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Mjöll Frigg er stærsti framleiðandi á hreinlætisvörum á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vef félagsins. Tekjur þess námu 663 milljónum króna árið 2018 og hjá því starfa fimmtán starfsmenn í dag.

Í tilkynningu frá Olís segir að kaupin séu til samræmis við stefnu félagsins um að veita veita viðskiptavinum sínum betri og víðtækari þjónustu.

Stikkorð: Olís Mjöll Frigg