Verð á hráolíu hefur lækkað lítillega í dag og stendur framvirka verðið á WTI-olíu, sem er olía frá svæðunum í kringum Mexíkóflóa, í 97,94 dollurum á tunnuna og hefur lækkað um 1,66% þar sem af er degi. Þá stendur verð á hráolíu af Brentsvæðinu í Norðursjó í 117,70 dollurum á tunnuna og hefur lækkað um 0,49%.

Samkvæmt American Petroleum Institute hafa olíubirgðir aukist undanfarið þvert á spár greinenda.