Verð á bandarískri hráolíu lækkaði um 8,7% í dag. Það er mesta lækkun á olíuverði í tvo mánuði. Tunnan kostar um 48 dali.

Brent norðursjávarolía lækkaði hins vegar um 6,5% í dag og kostar tunnan um 54 dali. Miklar hækkanir voru síðustu fjóra dagana á undan en hækkun nam um 20%.

Ástæða skarpra lækkunar í dag er tilkynning frá bandarísku orkustofnuninni um að olíubirgðir hefðu aukist um 6,3 milljónir tunna síðustu vikuna í janúar. Sérfræðingar spáðu 3,7 milljón tunna aukningu.

Olíubirgðir hafa ekki verið meiri í Bandaríkjunum frá árinu 1930.