Þrátt fyrir að óttast hafi verið að olíubirgðir Shell myndu minnka á síðasta ári varð það ekki raunin.

Shell segir birgðaveltu sína árið 2007 hafa verið 109%, en það þýðir að þeir hafa fundið meiri olíu en þeir hafa framleitt.

Þegar fyrirtækið tilkynnti um hagnað sinn árið 2007 í janúar tók það ekki fram hver staða olíubirgðanna væri, en það olli áhyggjum og talið var að staðan gæti valdið vonbrigðum.

Shell hagnaðist um 27,56 milljarða punda á síðasta ári, en það er met hjá fyrirtæki sem skráð er í Bretlandi.