Aukin bjartsýni að efnahagskerfi heimsins séu að rétta úr kútnum hefur leitt til endurskoðunar á spám um eftirspurn á olíu.

International Energy Agency greinir frá því í nýjustu skýrslu sinni að eftirspurn á heimsvísu á næsta ári aukist um 1,42 milljónir tunna á dag.

Er það 150.000 tunnum meira á dag en áður var talið.   Telur stofnunin sem er ráðgefandi fyrir 28 helstu iðnríki heims, að eftirspurnin nemi 86,05 milljónum tunna á dag á árinu 2010.

þessi spá m.a. byggð á aukinni bjartsýni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF á stöðu mála í Ameríku og Asíu.