Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir það ætlun sína að kynna fyrir lok þings með hvaða hætti ríkisolíufélag verður stofnað. Félagið er stofnað í tengslum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Það var Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði Raghneiði hvenær og með hvaða hætti eigi að setju upp ríkisoliufélag. Hann sagði að þegar hann mælti fyrir stofnun slíks félags í ráðherratíð sinni þá hafi félagið alfarið átt að vera í eigu ríkisins, ekki mátt selja hluti ríkisins í því og það ekki að standa að vinnslu olíu heldur aðeins að halda utan um hagsmuni ríkisins í olíuvinnslu. Hann sagði nú líta út fyrir að ríkisolíufélagið ætli að fara út í olíuvinnslu.

Ragnheiður Elín sagði enga stefnubreytingu á málinu síðan Össur var iðnaðarráðherra, það ætli ekki út í olíuvinnslu.

„Ríkisstjórnin mun stuðla að aukinni þekkingu á olíu og vinnslu, s.s. með undirbúningsvinnu, auknu samstarfi við nágrannalönd og með stofnun ríkisolíufélags. Það er líður í því að auka þekkingu hér á þessu sviði. Ekki stendur til að slíkt ríkisolíufélag standi í vinnslu enda er það óheimilt,“ sagði hún.