Olíufélagið Esso hefur tekið við umboði fyrir Ocean Rainwear á Íslandi. Ocean er þekkt danskt vörumerki en fyrirtækið hefur sérstaka reynslu í þróun og framleiðslu á fatnaði fyrir sjávarútveg og má þar benda á Crewman fatnaðinn sem notaður hefur verið af fjölda áhafna á íslenskum skipum. Einnig flytur Olíufélagið inn línu í landvinnufatnaði frá Ocean ásamt hlífðarfatnaði sem hentar vel fyrir verktaka.

Olíufélagið mun jafnt sem áður vera í góðu samstarfi við Sjóklæðagerðina og bjóða upp á fatnað frá henni fyrir sjávarútveg segir í tilkynningu frá félaginu. Þar segir ennfremur að Ocean umboðið breikki vörulínu Esso og bætir þjónustu við þá viðskiptavini sem keypt hafa Ocean fatnað hérlendis.

Vegna hagstæðra innkaupa og hagræðis í dreifingu hafa listaverð á ákveðnum línum frá Ocean s.s. á Crewman fatnaðunum lækkað um 15-20% í kjölfarið á því að Olíufélagið tók við umboðinu. Ocean vörurnar verða fáanlegar í verslunum Esso aðfanga víða um landið og einnig er hægt að panta þær í gegnum þjónustuver Esso segir í tilkynningu frá Esso.