Álagning íslenskra olíufélaga á bensín og dísel er meiri nú en áður hefur verið. Þetta staðfestir Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, í samtali við Viðskiptablaðið. „Já það er rétt að álagning er hærri," segir hann.

Runólfur Ólafsson, forstjóri FÍB segir álagninguna 3-6 krónum hærri á lítra af eldsneyti seinustu þrjá mánuði 2014 miðað við fyrstu níu mánuði þess eða 39-41 krónur á hvern lítra borið saman við 43-45 krónur lítrinn.

Greiningardeild Arion banka tekur í svipaðan streng, en í markaðspunktum frá síðari hluta desember er því haldið fram að álagning olíufélaganna sé allt að 52 krónur á lítrann, borið saman við 34-48 krónur sem hafi verið álagning undanfarinna ára á föstu verðlagi.

Meðalútsöluverð á bensíni á seinasta ári voru um 240 krónur á lítrann. Haldist meðalverðið 200 krónur út árið má með nokkurri einföldun reikna með því að ráðstöfunartekjur íslenskra heimila og fyrirækja aukist um 20 milljarða á milli ára.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Munar hundruðum milljarða á hugmyndum ríkisstjórnar og kröfuhafa föllnu bankanna.
  • Ferðalög starfsmanna FME kosta tugi milljóna á ári.
  • Arion banki umsvifamestur á hlutabréfamarkaði.
  • Verðtryggingin er engin geimvísindi.
  • Landsvirkjun og Landsnet á fund ESA vegna kísilmálmverksmiðju PCC.
  • Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í ítarlegu viðtali.
  • Bára Mjöll Þórðardóttir, nýr forstöðumaður markaðsmála hjá Vodafone, kleif 52 fjöll á einu ári.
  • Landsbankinn og lífeyrissjóðir horfa til áhættufjárfestinga.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um kjarasamninga.