Öll olíufélgin nema Skeljungur hafa lækkað eldsneytisverð um 13 krónur í dag. Skeljungur hefur þó lækkað lítraverð sitt um 3 krónur í dag. Lítraverð af bensíni er nú ódýrast hjá Orkunni en þar kostar lítrinn 219,40 krónur. Hæst er lítraverðið hjá Skeljungi eða 234,50 krónur. Lítraverð á dísilolíu er einnig ódýrast hjá Orkunni eða 219,40 krónur og dýrast hjá Skeljungi eða 232,80 krónur. Olíuverð hefur lækkað mikið í ágústmánuði eða um 23 krónur.

Þrátt fyrir lækkanir hér heima hefur olíuverð hækkað erlendis í dag. Verð á Brent-Norðursjávarolíu hefur hækkað um 0,44% það sem af er degi og WTI olían hefur hækkað um 0,47%.