Hérðasdómur Reykjavíkur hefur dæmt olíufélögin þrú til að greiða Reykjavíkurborg alls 72,7 milljónir króna, auk dráttarvaxta frá apríl 2002, vegna ólöglegs samráðs við útboð á olíuvörum árið 1996.  Stefndu greiði stefnanda sameiginlega 1.200.000 krónur í málskostnað.

Reykjavíkurborg höfðaði málið og hélt því fram að olíufélögin, Skeljungur, Olíufélagið og Olís, hefðu sammælst um að Skeljungur héldi viðskiptum. Jafnframt stefni Strætó bs. olíufélögunum í sérmáli. Dómurinn féllst á að olíufélögin skyldu greiða Strætó 5,8 milljónir króna auk dráttarvaxta.