Dómur var kveðinn upp í tveimur skaðabótamálum í tengslum við hið svokallaða olíusamráð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Olíufélögin voru sýknuð af skaðabótakröfu hins opinbera. Annað málið varðaði útboð á olíuviðskiptum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og hitt meint ólöglegt samráð Olíuverslunar Íslands og Skeljungs í viðskiptum við Vegaverðina.

Ríkinu er gert að greiða málskostnað sem samtals nemur 4,6 milljónum króna.