Að minnsta kosti helmingur allrar olíuframleiðslu í Líbýu hefur verið stöðvuð. Ekki sér fyrir endann á átökum og ofbeldisverkum í landinu. Mörg olíufyrirtæki hafa forðað starfsmönnum sínum úr landinu.

Líkt og greint var frá í dag hefur olíuverð á heimsmarkaði hækkað mikið vegna átakanna. Verðið hefur ekki verið hærra í tvö og hálft ár, eða síðan í september 2008. Hækkunin í dag nam 3,7% og hefur hækkað um 7,7% frá því á mánudag.

Líbýa er tólfta stærsta olíuríki heims ef litið er til útflutnings. Dagleg framleiðsla olía í landinu nemur um 1,6 milljónum tunna. Í frétt Financial Times fullyrða stjórnendur olíufélaga í landinu að framleiðsla hafi dregist saman um að minnsta kosti helming.