Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarin misseri og ógnar hagsæld á árinu 2011, samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA).

Í skýrslu IEA segir að hærra olíuverð gæti skaðað þann bata sem á sér stað í þróaðri ríkjum heims en kostnaður vegna innflutnings á olíu hefur aukist um 30% á síðasta ári í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Það jafngildi um 0,5% af vergri landsframleiðslu ríkjanna.

Varað er við að hærra olíuverð muni koma beint við fjárhag heimilanna og verðbólguþróun.

Olíuverð náði 27 mánaða hámarki fyrr í þessari viku en hefur nú lækkað að nýju.